Við fjölskyldan ætlum að prófa að eyða þessum þjóðhátíðardegi í Kópavogsbæ, athuga hvort þar ráði maður hvort maður fari til hægri eða vinstri og hvort hugsanlega maður sleppi við að koma heim með candy-flossklístur á buxnaskálmunum :) Ég er ekki mikið fyrir múg og margmenni... ;)
En að verkefni vikunnar. Ég er búin að sitja sveitt við hárbandagerð þessa vikuna. Ég ætla nefnilega að skella mér á handverkshátíðina í Eyjafjarðasveit í ágúst svo ég þarf að vera dugleg að sauma í sumar ;) Á myndinni hér til hægri eru tvær útgáfur af hárböndunum sem ég gerði til að gefa tveim litlum 8 ára vinkonum mínum í afmælisgjöf. Hárböndin verða svo fáanleg í ýmsum litum og stærðum og engin tvö verða eins, blómin og slaufurnar eru með smellum svo hægt er að skipta um skraut á bandinu!
Milli þess sem ég saumaði hárbönd, blóm og slaufur sat ég og heklaði þennan púða. Mig hefur lengi langað að gera svona hringlaga púða í akkúrat þennan stól. Í púðann notaði ég Álafosslopa af því að hann er grófur og til í neonlitum. Ég er alveg kolfallinn fyrir þeim...
Ég hafði lopann tvöfaldan og notaði nál nr 8. Heklaði svo framhliðina tveimur umferðum stærri en bakhliðina til að samkeytin yrðu aðeins inn á bakhliðina á púðanum, mér finnst það bara fallegra svoleiðis.
Ég ætlaði nú bara að kaupa fyllingu í púðann en fann enga kringlótta. Og þegar ég fór að leita að ódýrum púða sem ég gæti þá bara sett inn í minn komst ég að því að það er illfáanlegt. Ég keypti þess vegna bara hvítt léreft og tróð og saumaði fyllinguna.
Svo var bara að lykkja herlegheitin saman og setja fyllinguna inn í... |
![]() |
Tada! |
Innblásin af blómunum sem ég var að gera á hárböndin langaði mig að sjá hvernig þau kæmu út sem veggskraut. Ég fór því og keypti striga og lét strengja hann á röngunni á rammann og þetta er útkoman: