fimmtudagur, 28. ágúst 2014

Tinni í Kjaló

Ég bara gat ekki hamið mig fram á þriðjudag... Var svo spennt að deila þessu með ykkur! :D

Ég skrapp í eina af uppáhalds búðunum mínum, Epal, á mánudaginn. Mamma átti afmæli og þar er alveg tryggt að maður finnur eitthvað sniðugt við allra hæfi. Ég var lengi búin að leita að einhverskonar, kassa eða glerboxi eða bara einhverju undir Tinna-safnið mitt. Ég var alltaf með það í svona smáhlutahillu en ég er bara orðin eitthvað þreytt á þeim. Ég var hins vegar ekki orðin þreytt á Tinna og félögum, enda eru þeir ekkert nema svalir ;)

En í Epal rakst ég á þetta box hér:



Boxið er frá Ferm Living og er til alveg ferkantað líka og með mismunandi lit í bakið. Það er plexigler sem lokar því og til að toppa þetta allt saman eru festingar á því til að hengja það upp á hvorn vegin sem er.

Safnið mitt er nú ekki stórt. Mér áskotnuðust fyrstu þrjár fígúrurnar þegar mamma heimsótti Tinna safnið Brussel, þrjá keypti ég í Húsi fiðrildanna og restina í Epal.


Ég lagði svo höfuðið í bleyti í smá stund. Mig langaði ekki til að raða þeim bara í kassann. Enda kassinn allt of stór til þess. Þá mundi ég allt í einu eftir Brio kubbum sem ég fann út í skúr um daginn þegar við Gummi létum greipar sópa þar. Þeir voru fullkomnir í þetta!



Oooog eigum við eitthvað að ræða það hvað þetta er "ógisslega" fínt?!





Svo renndi ég að sjálfsögðu glerinu fyrir og stillti kassanum bara upp í hillu... Elsketta!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli