þriðjudagur, 9. september 2014

Mini-makeover, part two

Ég er þeim kosti eða lesti gædd, fer eftir því hvernig á það er litið, að þurfa að hafa allt í röð og reglu og hreint í kringum mig. Að minnsta kosti þar sem það sést. Ég hef alltaf átt svona Monica´s closet þar til við eignuðumst hús með bílskúr. Þá varð þetta Monica´s garage. Þegar við Gummi byrjuðum að búa tók ég húsmóðurhlutverkið mjög alvarlega. Við höfðum leigt okkur 90 fermetra íbúð í Kópavoginum, Gummi var í fullu námi og ég í fullri vinnu. Ég ætlaði sko aldeilis að standa mig! Fyrst eftir að við fluttum kom ég því samviskusamlega heim úr vinnunni rúmlega fimm og þreif alla íbúðina. Þurrkaði af, ryksugaði og skúraði. Daglega. Þetta entist í uþb. viku. Þá kom Gummi að mér þar sem ég sat grátbólgin á forstofugólfinu með skúringafötuna í fanginu, algjörlega buguð. Ég man að ég hugsaði: "Ég verð aldrei almennileg húsmóðir" en það sem ég sagði var: "Gummi, ég bara get ekki meir!"  Ég hef lagast töluvert síðan þá, sem betur fer... ;)

Ég ætla að gefa ykkur tvö sjónræn dæmi.

Númer eitt. Á mínu heimili er öllum bókum raðað eftir lit. Einfaldlega vegna þess að það lúkkar betur! Nú fá einhverjar mannvitsbrekkurnar og bókasafnsfræðingarnir eflaust hland fyrir hjartað. En svona er ég bara, það gæti verið verra :) Eins og glögg augu greina þá eru þetta Disney bækur á myndinni hér til hliðar. Við vorum áskrifendur af þeim í fjöldamörg ár eins og sjá má og allan tímann velti ég því fyrir mér afhverju í ósköpunum þeir gáfu bara út EINA brúna bók! Á tímabili var ég að hugsa um að henda henni...

Númer tvö. Legókubbarnir eru líka flokkaðir eftir lit. Það er reyndar ekki bara fyrir lúkkið, þó að það skemmi alls ekki fyrir, heldur hef ég komist að því að Litli leikur sér frekar með þá eftir að ég tók upp þennan háttinn...








Ókei þá! Upphaflega var þetta gert fyrir lúkkið en hitt var jákvæð afleiða! :)


En að verkefni vikunnar. Ég hef alveg látið baðherbergið í nýja húsinu eiga sig síðan við fluttum inn. Einfaldlega vegna þess að það var alltaf á planinu að taka það í gegn. Það er ofboðslega lítið, ég ætla að leyfa mér að segja svona uþb. 6 fermetrar að sturtuklefanum meðtöldum. Þar er heldur engin innrétting fyrir utan smá skáp fyrir ofan vaskinn. Það kom svo til að klóakið var myndað hjá okkur í sumar og dómurinn féll. Nýtt klóak yrði að vera á fimm ára fjárhagsáætlun Framkvæmdahallarinnar ef við vildum ekki eiga það á hættu að það rigndi yfir okkur hlandi og skít. Það var því boðað til stjórnarfundar og ákveðið var að safna fyrir klóakinu, baðherberginu og þvottahúsinu og gera þetta allt í einu innan þess tímaramma sem okkur var gefinn. Og þá fór nú allt á flug í hausnum á mér. Ef ég hugsanlega þyrfti að bíða í 5 ár, sem ég vona nú ekki, þá VARÐ ég að gera eitthvað í þessu.

Og fyrir eina ferð í IKEA og 30.000 krónur gerðust þessi undur:



Ný klósettseta og lítil Ribba renna með smá dúlleríi...


Þetta júnit sem ég boraði á vegginn er svo ótrúlega sniðugt! Hægt að fá rennurnar í tveimur lengdum, snagarnir eru seldir fjórir saman í pakka og svo er hægt að fá allskonar dót til að festa í rennurnar meðal annars þessa hillu. Skúffueiningin undir vaskanum er í raun skrifstofuvara en þar sem vaskurinn er svo lágur fann ég ekkert annað sem komst undir hann. Ég sleppti því meira segja að setja hjólin undir hana til að koma henni fyrir þarna...



Svo skellti ég lengri gerðinni af þessum rennum á vegginn á bakvið hurðina og setti hvorki meira né minna en tólf snaga á hana... Það var kanski smá overkill :) En það er þá bara hægt að hengja þarna nóg af handklæðum og sveittum íþróttafötum. Spegillinn er líka úr IKEA og stækkar þetta litla bað um allan helming!




Og nýtt ljós í loftið and we´re all done!


Heyrumst...

4 ummæli:

  1. flottar breytingar.
    hvaðan eru snagajúnítið..... ikea líka?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Já, keypti það í IKEA... það er í sömu deild og hillurnar og hilluberarnir eru :)

      Eyða
  2. Takk fyrir skemmtilegt blogg! Hvaðan kemur loftljósið fallega?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk fyrir að lesa! :) það er úr IKEA... ;)

      Eyða