þriðjudagur, 3. febrúar 2015

Höfum við ekki öll...

...gengið framhjá hillunni í Góða þar sem allt messing dótið er og hugsað: "Hvað er hægt að gera við svona dót til að gera það
fallegt?" Ekki?! Ég hugsa þetta í hvert sinn sem ég labba framhjá henni. Svo í síðastliðinni viku þá rak ég augun í þessa stjaka hér:


Mér fannst þeir á einhvern hátt öðruvísi en flestir svona messing stjakar sem ég hef séð. Kanski pínu nýtískulegir af því að fóturinn er svona sexhyrndur. Ég bara gat ekki skilið þá eftir þarna í hillunni. Ég hugsaði með mér að ef ekki tækist vel til þá væri ég í það minnsta búin að styrkja gott málefni. Vösunum tveim kippti ég svo með bara-svona-af-því-bara.

Ég var í miklum pælingum hvort ég ætti að gera þá meira vintage og mála þá með kalkmálningu eða hvort ég ætti að taka upp spreybrúsann og reyna að ýta enn frekar undir nýtískulega lögun þeirra... hvort ég ætti að mála/spreyja þá alveg eða bara að hluta...

Ég ákvað að byrja bara á því að þvo þá og pússa. Þegar ég var að pússa þá, af helst til mikilli áfergju, með þar til gerðum klút þá komst ég að því að það er hægt að skrúfa þá í sundur! Snilld, nú gat ég bara spreyjað helminginn af botnunum og helminginn af toppunum og þannig bara mixað og matchað eins og vindurinn! :D


Ég valdi mér þrjá liti úr sprey-safninu sem ég á orðið út í bílskúr, spreyjaði tvær umferðir og bara leyfði þessu að þorna vel á milli. Og ég held að þið skiljið ekki hversu sæl og glöð ég er með nýju kertastjakana mína og blómavasana! Svo sæl að í gær stormaði ég aftur í Góða og keypti restina af þessum kertastjökum (ég hafði nefnilega ekki keypt þá alla) til að eiga þá í handraðanum...




Og núna í kvöld slökkti ég ljósin og bara dáðist af þessu... Það er eitthvað svo ótrúlega góð tilfinning að gefa gömlum hlutum nýtt líf... Sérstaklega þegar kostnaðurinn er samasem enginn!





Eins og ég hef svo oft sagt: ,,Þetta þarf ekki að vera flókið til að vera fínt!" ;)

8 ummæli:

  1. Hef oft labbað framhjá þessari hillu...sá einmitt þessa stjaka og hugsaði nákvæmlega það sama....Þetta er of flott...

    SvaraEyða
  2. Þakka hrósin... Og mikið væri gaman ef þið deilduð með mér útkomunni ef þið prófið líka! ;)

    SvaraEyða
  3. Gaman að þessu og útkoman mjög flott :) væri stundum til í að komast í þann góða en gleymi því oftast þegar maður loksins kemur í höfuðborgina ;)
    Kveðja,
    Halla

    SvaraEyða
  4. Þetta er meiriháttar! Mig langar svo að gera svona við mína gylltu stjaka, poppa þetta aðeins upp og langar að vita hvaða sprey þú notar og hvar það fæst :) takk takk :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Sæl Íris.
      Ég kaupi alltaf sprey í Litalandi í Borgartúni :)
      Annars er bloggið mitt flutt á verkefnivikunnar.com :)
      Kv. Elva

      Eyða