Skammdegið er líka minn tími. Kertaljós, kósý og rútína... Mér finnst jólaundirbúningurinn líka dásamlegur, ekki bara jólin sjálf heldur þessi tími þar sem allt er á fullu í bakstri og jólagjafastússi. Fólk að hittast í kakó og smákökur, labba Laugaveginn í skammdeginu upplýstu af jólaljósum eða þramma í gegnum þvöguna í Kringlunni á aðventunni. Það er stemning! Mér finnst líka alveg ótrúlega gaman að skreyta fyrir jólin og í ár er ég uppfull af allskyns hugmyndum af jólaskrauti... Hver veit nema þið fáið að fylgjast með ;)

Æi er hann ekki mikið krútt? Alveg tilbúinn að skella sér á skíði með eyrnaband og allt!
Alveg er ég viss um að einhver veltir því núna fyrir sér hvar ég fékk bakkann ;) Hann keypti ég í Blómaval bara núna í morgun. Alveg gordjöss!
En að allt öðru. Eins og dyggir lesendur mínir vita hefur mér ekki tekist að framleiða stelpu :) Ég á hins vegar tvo gull-drengi sem ég þakka fyrir á hverjum degi. Ég er alveg á því að örlögin gripu í taumana hvað þetta varðar því ef ég ætti stelpu þá væri ég sennilega gjaldþrota. Ég er alltaf að sjá eitthvað svo óendanlega sætt stelpudót, og ég alveg elska að fara í stelpuafmæli því þá hef ég afsökun til að kaupa eitthvað dúllerí. Í sumar fór ég í eitt slíkt og efst á óskalistanum hjá þeirri dúllu var hálsmen. Ég fór á stúfana og fann ekkert sem mér leist á. Sú fékk því ekki ósk sína uppfyllta í það skiptið. Ég er svo búin að hafa þetta á bakvið eyrað síðan og að lokum fæddist hugmynd í kollinum á mér og ég ákvað að prófa... hér er afraksturinn:
Ég er í skýjunum með útkomuna! Væri alveg til í að eiga eina litla í tjullpilsi með svona hálsmen...
Njótið dagsins!
er rosin brothætt í hálsmeninu?
SvaraEyðaNei hún er það ekki...
EyðaKv. Elav