þriðjudagur, 11. nóvember 2014

Stóra koparstjörnumálið...

Er þetta eitthvað grín eða? Þarf maður virkilega að fara að kaupa jólaskrautið í byrjun október ef maður vill endurnýja eitthvað? Þá komu allavegana jólin í IKEA voru bara búin korteri seinna... Bókstaflega. Ég fór líka af stað núna í byrjun nóvember og ætlaði að næla mér í ákveðna gerð af koparstjörnum á jólatréð sem ég missti af í fyrra og vitið menn, þær voru búnar! Búnar! 
"Já... ég man eftir þeim" sagði afgreiðslukonan þegar ég spurði um stjörnurnar. "Þær kláruðust nú bara um leið og þær komu!" Bætti hún svo við. "Já er það virkilega, hvenær var það eiginlega?" spurði ég þá og reyndi eftir fremsta megni að leyna vonbrigðum mínum. Þetta var jú bara jólaskraut, en ekki bráðnauðsynlegt hjálpartæki við athafnir daglegs lífs sem ég hafði misst af þarna. "Elskan mín, einhverntíman um miðjan október!" Svaraði hún þá og samúðin skein úr andliti hennar. Like á samúðafullu og skilningsríku afgreiðslukonuna! :D En fúli föndrarinn deyr ekki ráðalaus. Hann reddar sér.

Ég var oft búin að gjóa augunum á þennan vír hérna í Söstrene Grene:

 


150.- pakkinn, 2 metrar. Það er gjöf en ekki gjald myndi ég segja. Ég hlaut að geta beyglað hann í einhverskonar stjörnur! Og vitið menn, með stjörnulaga piparkökuform og litla vírtöng að vopni tókst mér þetta hér:



Og af því að þetta var svo auðvelt, já og ódýrt, þá hélt ég bara áfram!


Ég náði 18 stykkjum úr 4 pökkum af vír... sem gerir 33,333333 á stykkið! Mikið afskaplega held ég að gjaldkeri framkvæmdahallarinnar verði yfir sig kátur þegar hann sér þessa útreikninga og ég segi honum að stjörnur eins og ég ætlaði að kaupa kostuðu 800.- stk. Ég hlýt að fá feitan jólabónus í ár... ;)


Nú og af því að allir eru bara reddý fyrir jólin, búnir að skreyta og svona, þá henti ég í einn aðventukrans í leiðinni... :D



Það er u 6 breiðar tröppur af eldhúspallinum hjá mér og upp í stofu. Mér fannst alveg upplagt að skella aðventukransi þar...



Ég er svakalega sátt... verst að þessar elskur þurfi að safna ryki fram að mánaðarmótum.
En ég er allavegana tilbúin að taka á móti aðventunni!
:D



Engin ummæli:

Skrifa ummæli