þriðjudagur, 4. nóvember 2014

Skreytum hús með LEIR!

Jesús minn... held ég þurfi einhverja greiningu og jafnvel lyf! Þetta byrjaði allt mjög sakleysislega. Ætlaði bara að gera pakkaskraut fyrir jólin, það var allt og sumt. Keypti mér hálft kíló af leir sem þornar við stofuhita og gerði úr honum hjörtu og stjörnur sem ég stimplaði í nöfn og texta og skreytti svo með Mod Podge, servíettum, smá vír og perlum sem ég fann út í skúr. Simple as that! Meðan ég dundaði við þetta hrönnuðust hugmyndirnar upp í kollinum á mér... Stundum segist Gummi heyra í mér hugsið þegar ég kemst í þennan gír. Hann hefur pottþétt heyrt þetta hugs! Þegar þetta hálfa kíló var búið langaði mig svo að gera aaaaðeins meira svo ég hentist út í búð. En leirinn var búinn... búinn... BÚINN! Eins og fíkill í fráhvörfum keyrði ég um allan bæ í leit af þessari gersemi. Fann þetta svo loksins í Litum og föndri á Skólavörðustíg... í kílóa pakkningum! "Ég ætla að fá eitt kíló... eða láttu mig hafa tvö... nei höfum þau þrjú!" Þar sem ég stóð við búðarborðið greip mig einhver óraunhæf hræðsla um að þessi vara yrði ekki pöntuð inn aftur og ég keypti þrjú kíló af leir... Hvaða lyf ætli henti mér best? :D
Ég veit að ég hljóma eins og biluð plata núna en þetta er sko eitthvað fyrir alla!

Sjáiði hvað drengurinn á myndinni er hamingjusamur? Svona var ég líka... ;)



Svo var bara að byrja að skreyta:






Svo langaði mig að gera smá fyrir mig líka... 

My forest friends...





Og þar með fór fyrsta jólaskrautið upp í ár!
Hvað finnst ykkur?
Ég er rohosa sátt... Hey, ég er farin að leira! ;)




10 ummæli:

  1. Ótrúlega flott :D !
    hvernig mótaru þetta og hvernig stimpla notaru ?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk fyrir það! Ég notaði nú bara piparkökumót og svo stimplaði ég með svona silikon stimplum :)

      Eyða
  2. Það er engin málning... bara servíettur og svartur túss ;)

    SvaraEyða
  3. Sæl, geturu deilt með okkur aðferðunum við að búa til flotta kertastjakann úr vírnum?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Sæl. Ég ætla nú bara að þakka fyrir trúna sem þú hefur á mér, en þessir ,,kertastjakar" eru nú bara keyptir í Húsgagnahöllinni ;)

      Eyða
  4. hvar fæ ég svona silikon stimpla?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Stimplana fékk ég í Litum og föndri.

      Eyða