sunnudagur, 11. janúar 2015

Innlit nr. 2

Í haust uppgötvaði ég snilldar leir, ég birti færslu um hann í nóvember og hana má sjá HÉR. Í desember hélt ég svo föndurkvöld með tveimur mismunandi saumaklúbbum þar sem við bjuggum til pakkaskraut og merkimiða eins og enginn væri morgundagurinn! 






Við fórum svolítið út af jólabrautinni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:


Hér er búið að þekja leirinn fyrst með servíettu og Mod Podge og þegar það hafði þornað voru dýramyndirnar límdar ofan á, líka með Mod Podge. Myndirnar eru bara teknar af netinu, prentaðar og klipptar út.




 Og hér eru dýramyndirnar bara límdar beint á leirinn með Mod Podge.



Þetta hjarta varð líka til á öðru þessara kvölda og mér finnst það alveg hreint gordjöss! Hér eru nokkrar perlur þræddar upp á grannan vír. Því næst er nokkrum lengjum af vírnum vafið saman og í lokin er mótað hjarta. 

Það er hins vegar ekkert sem gefur mér meira en þegar mér tekst að veita öðrum innblástur! Og inblásin af þessu brasi mínu fékk svo góð vinkona mín hugmynd. Hún er skólahjúkrunarfræðingur, smekkleg með endemum og starfar meðal annars í Tjarnarskóla. Hún fékk þá frábæru hugmynd að færa samstarfsfólki sínu þar litla jóla-önd á jólahlaðborði starfsmanna. Þetta er einfalt, fljótlegt og ódýrt en gleður tífalt meira en keyptur konfektkassi!



Þetta er bara alveg sjúklega sætt og getur vel verið heilsárs-önd!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli