mánudagur, 2. júní 2014

Mix and match...

Ég byrjaði snemma að eiga börn. Ég er að ferma frumburðinn á sama tíma og vinkonur mínar eru með slef og ælu á öxlinni. Það hefur bæði sína kosti og galla. Kostirnir eru þeir að ég get kjassast í litlum krílum þegar ég vil og skilað svo... Kanski svolítið eins og ömmur hafa það. Ég á tvo stráka og stundum held ég það hafi allt saman verið útpælt hjá æðri máttarvöldum því ef ég ætti stelpu væri ég sennilega farin á hausinn. Það er svo mikið til af fallegum stelpufötum! 

Ein af mínum bestu vinkonum varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast dásamlega fallegt stelpukrútt fyrir örfáum mánuðum síðan. Þessi vinkona mín er hægt og rólega að uppgötva heim barnatískunnar og það er svolítið gaman að fylgjast með því. Hún keypti td. hárband á litlu dömuna um daginn og þegar ég heyrði hvað hún mátti borga fyrir það blöskraði mér. Ég skoðaði hárbandið í bak og fyrir. Nærbuxnablúnda með áföstu blómi. Svo einfalt var það nú. Voða sætt en einfalt og yfirverðlagt. Þetta var borðleggjandi dæmi, ég varð bara að spara henni skildinginn og græja hárbönd á barnið og það mörg!

Ég fór á stúfana í leit að efnivið og rak nefið inn í Virku í Mörkinni. Þar ofan í kjallara fann ég himnaríki! Já, einmitt... átti ég bara að velja úr þessu?



Þetta hárbandaverkefni vatt svolítið upp á sig og í þetta sinn ætla ég að leyfa myndunum að tala...

Ég saumaði 4 hárbönd og setti á þau smellur.
Bjó svo til blóm og slaufur og setti líka smellur á það.
Með þessu móti get ég alltaf bætt við blómum
og slaufum eftir litaóskum móðurinnar ;)


Jeminn þetta er svo sniðugt! Mix and match hárbönd... Hvaða mamma vill það ekki?


Ooog to go with it: Kjólar og samfestingar!







Barnið er svo ekki af verri endanum... Gullfalleg alveg hreint!






Eru ekki svona litlar tær það sætasta í heimi?!


 Það skemmtilegasta við þetta verkefni var að sjá hvað mamman var innilega glöð með þetta...
Það er svo sannarlega sælla að gefa en þyggja!

1 ummæli:

  1. oh mig langar að byrja upp á nýtt. Geggjað sniðugt og frábær hugmynd með smelluna

    SvaraEyða