þriðjudagur, 2. desember 2014

Öðruvísi jólaskraut...

...Á nokkrum mínútum!

Ég á töluvert af afgöngum frá því ég gerði diskamotturnar í síðustu viku og er með fullt af hugmyndum hvernig hægt væri að nýta svona krossviðsplötur í eitthvað skemmtilegt. Ég er rosalega oft spurð hvar ég fái allar þessar hugmyndir. Ég get eiginlega ekki sagt það. Ekki af því að ég vilji það ekki, heldur af því að ég veit það ekki. Og stundum finnst mér ég alls ekkert hugmyndarík. En ég skal samt reyna. Stundum sé ég eitthvað í tímaritum, á netinu eða bara út í búð sem mér finnst fínt og mig langar að prófa að gera. Stundum kasta ég öllu frá mér og rýk í málið, en stundum er hugmyndin að gerjast í kollinum á mér í langan tíma og svo bara allt í einu er ég búin að framkvæma hana án þess kanski að hafa ætlað mér það. Stundum geri ég bara nákvæmlega eins og einhver annar en stundum spretta nýjar hugmyndir af hugmyndum annara. Í þessu tilfelli var ég til dæmis ekkert að fara að gera neitt jólaskraut. Ég var bara að leika mér að því að prófa að mála á krossviðinn með málningu sem ég átti...




Þegar hingað var komið við sögu, lagði ég plöturnar bara frá mér. Svo í gær, röltum við Gummi Laugaveginn og kíktum meðal annars í verslunina Brynju. Og þar rak ég augun í þetta hér:


Og þá mundi ég eftir nokkru sem ég hafði einhverntíman séð og alltaf ætlað að prófa. Í því tilfelli voru notaðar hjarir í bland við skráargöt. Það var töluvert stærra en þetta sem ég gerði og límt á gamla skáphurð. Mjög fallegt en passaði ekki inn heima hjá mér.. Aðeins fáeinum mínútum eftir að ég kom heim var þetta svo tilbúið. Enda rosalega fljótlegt að líma bara stykkin á plöturnar með límbyssu.


Öðruvísi... en mér finnst þetta kúl!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli