þriðjudagur, 10. júní 2014

Pennastatíf... þetta þarf ekki að vera flókið til að vera fínt!

Hvítasunnuhelgin er liðin, við fjölskyldan eyddum henni á "Hótel Halldóru" á Akureyri þar sem dekrað var við okkur alla helgina. Það jafnast ekkert á við að vera hjá ömmu og afa í nokkra daga. Maður kemur endurnærður heim. Alltaf.

Verkefni þessarar viku er því af smærri gerðinni, en ótrúlega sniðugt engu að síður! Ég rakst á þessa hugmynd einhversstaðar fyrir löngu síðan og hef alltaf ætlað að prófa þetta. Þetta tekur nákvæmlega 16 mínútur og 40 sekúndur ef maður á allt sem þarf! :) Og það sem þarf: Límbyssa, áldós, trélitir/blýantar og sprey í réttum lit.

Það er einfaldlega byrjað á því að líma
litina/blýantana utan á áldósina með límbyssunni.

Svo er gripurinn bara spreyjaður!
Þetta þarf ekki að vera flókið til að vera fínt...



Ég ætlaði að stoppa þarna en af því að ég átti nokkrar áldósir í viðbót, og Litla vantaði pennastatíf í herbergið sitt, ákvað ég að gera fleiri. Þessi gerði ég einfaldlega með því að sníða til efni sem ég átti ofan í skúffu og líma utan á dósirnar með Mod Podge. Ég notaði möttu tegundina og fór svo tvær umferðir yfir í lokin þegar efnið var komið á.


Þangað til næst...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli