mánudagur, 5. maí 2014

Einföld lausn!

Í síðustu viku kom málarinn og gluðaði grárri málningu á einn vegg í herberginu hjá Litla. Við völdum sama lit og við settum á tvo veggi í stofunni um daginn. Alveg ótrúlega fallegan gráan lit. Þetta er gluggaveggurinn í herberginu og því ekki mikið pláss til veggskreytinga. Það er þó smá ræma á milli glugganna sem eru tveir. Þar héngu áður verðlaunagripir drengsins sem mér fannst í ekki mikil príði af svona upp á miðjum vegg... Þeim hefur samt verið fundinn nýr staður í herberginu þar sem þeir hafa mikla þýðingu fyrir eigandann. Verkefni vikunnar var því að finna veggskreytingu við hæfi.

Mér finnst myndir dýrar. Jafnvel fjöldaframleidd plaköt í IKEA og ILVA geta kostað annan handlegginn og oftar en ekki eru þau lítið spennandi. Ég veit eiginlega ekki hvernig þessi hugmynd kviknaði. Mig langaði til að gera einhverjar myndir á viðarplötur. Þegar ég var að velta því fyrir mér hvernig við ég ætti að nota datt mér í hug að fórna einni Hansa hillu og þar sem það er teak skrifborð í herberginu fannst mér hugmyndin góð. Ég rauk af stað upp í Grafarholt þar sem Húsasmiðjan er með timbursölu og sögunarverkstæði. Gaurinn á verkstæðinu gerði sér lítið fyrir og sagaði eina hillu fyrir mig í þrennt þannig að hver plata varð 25x25 cm. Þegar ég fékk svo plöturnar í hendurnar áttaði ég mig á því að ég yrði að gera eitthvað við brúnirnar. Þær voru ýmist spónlagðar eða ekki. Ég mundi þá að mamma hafði einhverntíman talað um að kantlíma eitthvað. Ég mundi líka að hún hafði talað um að maður bara straujaði kantinn á. Ég er strau-sérfræðingur svo þetta gat ekki verið mikið mál! Maðurinn sem afgreiddi mig með "kantlímið" horfði hins vegar efasemdaaugum á mig og sagði: "þetta getur nú verið vandasamt verk vina mín".

Þetta er algjör snilld og
ekkert mál!
Allar myndirnar kantlímdar,
Svaka fínt!














Ég fór svo á smá flandur í leit að frekari efnivið í þetta föndur. Fundur ferðarinnar var klárlega þetta:


Rakst á þessi álbox með myndskreytingum eftir Paul Pava í Góða. Í hvoru þeirra var óopnað servíettubúnt og kaffikrús og fyrir herlegheitin borgaði ég heilar 800 krónur! Ég á vatnskönnu og glös úr þessari línu frá honum og mér finnst myndirnar ótrúlega skemmtilegar. Fyrir áhugasama má nálgast þessar vörur í Epal. Boxin ætla ég að hafa inni hjá Litla, ætla að drekka kaffi úr krúsunum og úr servíettunum föndraði ég tvær af myndunum:














Nashyrninginn gerði ég með því að líma servíettu á svona filmu eins og ég notaði þegar ég bjó til krukkurnar fyrir jólin. Svo prentaði ég mynd af nashyrning út af netinu, klippti hann út og teiknaði eftir útlínunum á bakhlið "servíettu-límmiðans". Ég hefði að sjálfsögðu bara getað klippt myndina út með skærum en ég notaði hníf ef ég skyldi vilja nota rammann af nashyrningnum.




Svo límdi ég nashyrninginn einfaldlega á plötuna og lakkaði yfir með möttu límlakki. Ég notaði svipaða aðferl við að gera L-ið. L-ið sjálft er úr tré og það fékk ég í Litir og föndur á Skólavörðustígnum. Ég festi það svo á plötuna með límbyssu. Púslu-nashyrninginn á myndinni hér til hliðar fékk ég svo í Minju á skólavörðustíg. Púslaði honum saman og hengdi hann á nagla á þriðju plötuna.



Glimrandi ánægð með útkomuna og eigandi herbergisins líka!
Einstök lausn í orðsins fyllstu merkingu...

3 ummæli:

  1. ja, ekki situr þú auðum höndum, ógó flott og ég hlakka til að sjá læf! Þúertáframsamisnillingurinnminn!

    SvaraEyða
  2. Guðrún Berglind (Rúna)5. maí 2014 kl. 13:25

    Er búin að vera að fylgjast með þér, finnst allt vera alveg hrikalega flott, hlakka bara til næstu viku ;)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk Rúna! Ótrúlega gaman að heyra það! :D

      Eyða