þriðjudagur, 20. maí 2014

Vegghillur, svo einfalt að það er hlægilegt!

Ég hef alltaf verið sökker fyrir svona gamaldags trékössum. Ég átti samt enga af því að ef þeir eru fínir þá kosta þeir alltaf annan handlegginn og svo hef ég aldrei almennilega vitað hvað ég á að gera við þá. Ekki get ég haft þá á pallinum og sett í þá blóm því þau myndu ekki lifa í minni umsjá. Kaktusar væru hugsanlega einu plönturnar sem ég gæti annast. Ég var svo á röltinu í Rúmfatalagernum um daginn og rakst á kassana á myndinni hér til hægri. Þrír saman á tæpar 5000 krónur. Ég stóðst ekki mátið þó að ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera við þá og keypti tvö sett! Já svona er ég, ég hef bara svo oft rekið mig á að hlutirnir klárist ef maður grípur ekki gæsina þegar hún gefst ;)

Ég var svo að fletta einu af mínum uppáhalds blöðum, Bolig LIV, þegar ég sá þessa mynd hér:


Þetta fannst mér fínt! Ég hafði hins vegar enga þörf fyrir skóhillu í forstofuna, ég bý nefnilega svo vel eftir að ég flutti að ég er með tvær forstofur. Eina fyrir okkur fjölskylduna og allt okkar drasl og aðra fyrir gesti og gangandi. En af hugmyndum spretta hugmyndir og á 3 mínútum var ég búin að útfæra þetta í kollinum á mér. 

Á þessum vegg skildu mínar hillur hanga!

Þegar ég er í ham verða hlutirnir að gerast hratt og örugglega. Ég átti engar svona trékúlur eins og búið var að þræða á böndin á hillunni á myndinni og það var allt of tímafrekt að fara að æða í föndurbúð til að kaupa þær. Fyrir utan tímann sem það tæki að spreyja eða mála þær og bíða svo eftir að þær þornuðu! Ég átti hins vegar þessar hér. Þær eru frá Ferm Living og ég keypti þær á útsölu í Epal fyrir 2 árum síðan. Þær hafa svo bara legið upp í hillu og aldrei verið hengdar upp. Synd að fara svona með þær myndi kanski einhver segja, en ekki ég!
6 götum í vegginn og 10 mínutum síðar, já og smá brasi við að festa kúlurnar leit veggurinn í forstofunni svona út:


Svo var bara að finna eitthvað fínt dót til skreytinga... "Nu er entreen ligefrem hyggelig"!



Hinir 3 kassarnir sem ég keypti enduðu svo upp á vegg inni hjá Litla. Það eru endalausir möguleikar í þessu eins og svo mörgu öðru. Bara gefa hugmyndafluginu lausan tauminn!






3 ummæli:

  1. Mjög töff hillur, var bara að spá í festingar

    SvaraEyða
  2. Ég hengdi þær bara á skrúfurnar sem ég boraði í vegginn :) Enginn geimvísindi hér á bæ. En eflaust hægt að gera þetta einhvernveginn öðruvísi.

    SvaraEyða
  3. vá þetta er æði....þú ert alltaf meððetta

    SvaraEyða