þriðjudagur, 16. september 2014

Uglan Ólafur og músin Marta.

Ég man þegar ég var lítil hvað ég elskaði þegar mamma gaf sér tíma til að föndra eða baka með mér. Ég á eina ljóslifandi minningu um mömmu að blása úr eggjum fyrir einhverja páskana og svo máluðum við á þau. Ég hef verið svona 6 ára, ég veit það vegna þess að ég man hvar við bjuggum á þessum tíma. Það þýðir að mamma hefur verið 22 ára! Í minningunni er hún samt svo fullorðin og ég man líka hvað mér fannst hún mögnuð að geta þetta án þess að brjóta skurnina :)
Ég hef alls ekki verið nógu dugleg að föndra með börnunum mínum, svona ef maður tekur mið af fönduráráttunni sem ég er haldin. Það finnst mér sorglegt, sérstaklega þegar ég hugsa um það hvað mínar minnangar um þessar stundir eru notalegar. Börn eru líka svo ótrúlega hugmyndarík og þegar þau komast á flug geta ótrúlegir hlutir gerst. Það sýndi sig um daginn þegar við Litli sameinuðum krafta okkar og hönnuðum og saumuðum, ugluna Ólaf og músina Mörtu :)

Litli átti hugmyndina nánast skuldlaust. Það eina sem ég stakk upp á var að sauma bangsa. "Já mamma! Saumum uglubangsa, og setjum mús í magann á henni af því að uglur veiða mýs!"

Hann teiknaði sniðin:




Og hann valdi efnin:


Ég klippti...


Og hann skemmti sér konunglega!


Ég var á saumavélinni en hann festi augun í:


Og hann vandaði sig mikið :)


Svo var ekkert eftir nema troða í Ólaf...


Og ánægjan með afraksturinn var einlæg og gleðin leyndi sér alls ekki!


Ólafur og Marta prýða nú herbergið hans og ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem hann er búinn að spyrja mig hvenær við getum saumað annan bangsa :)



Heyrumst! ;)

3 ummæli:

  1. Ég er fastur gestur á síðunni þinni og finnst þetta algjört æði!
    Mikið væri ég til í að vera svona flink að sauma :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Ótrúlega gaman að heyra! Það eru sko engin geimvísindi að sauma skal ég segja þér! ;)

      Eyða
    2. ég elska síðunna þína og langar að giftast henni og mér finnst svo skemmtilegt að sauma :) :) :D

      Eyða