mánudagur, 29. september 2014

Gamalt verður betra en nýtt!

Ég hef komist að því að bras-genið hef ég erft þráðbeint úr móðurættinni. Þó mamma vilji stundum ekki viðurkenna það þá á hún það til, alveg eins og ég, að missa svefn fái hún hugmynd. Hún ferðast td. iðulega til Montana-heima á nóttunni :) Og móðuramma mín á líka sína hugmyndaspretti en ég skal alveg fúslega viðurkenna að sennilega er ég verst...

Síðan við fluttum í "nýja" húsið hefur helmingurinn af stofunni staðið auður því það var ekki samstaða í stjórn Framkvæmdahallarinnar hvernig hann skildi nýttur. Ég vildi borðstofuborð en aðrir vissu ekki alveg hvað þeir vildu. Á endanum urðum við svo sammála um það sem mér fannst, og borðstofuborðið var keypt. Ég átti mér svo draum um að hlaða Eames-stólum allan hringinn við borðið. En þeir sem vita hvað slíkar gersemar kosta skilja að maður hleypur ekki alveg út í búð og kaupir sér átta stykki. Þeim yrði að safna yfir tíma! Við áttum tvo hvíta með örmum sem við skelltum á endana við borðið og ég var svo búin að sanka að mér gömlum stólum úr Góða sem ég ætlaði að spreyja og nýta í millitíðinni. Ég á því miður ekki fyrir myndir að þessu sinni, en ef þið rýnið í myndina hér að neðan sjáið þið stólana þarna á bakvið:


Amma leit svo við hjá mér þar sem stólarnir stóðu allir á stofugólfinu og spurði hvað ég ætlaði nú að fara að gera?! Ég útskýrði mál mitt og þá kom upp úr kafinu að hún átti borð við þessa stóla niðri í kjallara sem hafði ekki verið notað í háa herrans tíð! Og borðið var mitt ef ég vildi! Ég hélt það nú og á sekúndubroti sparaði ég Framkvæmdahöllinni háar fjárhæðir því nú get ég sett teak stólana sem voru við eldhúsborðið við borðstofuborðið og Eames-draumurinn fauk gjörsamlega sársaukalaust út um gluggan. 

Nú stóð ég frammi fyrir því að fara að mála eða spreyja allt heila draslið. Það er ekki margt sem mér vex í augum þegar kemur að svona löguðu en þetta var mér ofviða. Ég vildi líka að þetta yrði eins slitsterk og kostur var því það mæðir jú mikið á eldhúsborðum og stólum. Það varð því úr að við fórum með borðið og stólana og létum sprauta það með háglans, hvítu bílalakki. Ég get eiginlega ekki lýst ánægju minni með orðum... Borðið og stólarnir eru betra en nýtt!






Er þetta ekki fallegt?! 

Ég stóðst svo ekki mátið og keypti Tiger-skálina frægu til að hafa á borðinu ;)


Mér finnst ótrúlega skemmtilegt hvað þessar ódýru búðir eins og Tiger og Söstrene Grene eru farnar halda vel í við tískustraumana. Sumar af þessum rándýru hönnunarvörum eru nefnilega bara alls ekki klassík. Svo það er frábært fyrir fagurkera að geta keypt svona hluti fyrir slikk og skipt þeim svo samviskulaust út.

Að lokum langar mig svo að sýna ykkur nýju ástina í lífi mínu. Vintage lína frá Jamie Oliver sem þolir örbylgju, uppþvottavél og 220° í ofni! Fáanleg í þrem litum, en þessi antik-blái er algjörlega minn uppáhalds! Þarf klárlega að eignast fleiri hluti úr þessari línu.


Elsku amma og afi, takk fyrir borðið!


5 ummæli:

  1. Vá vá vá! Þetta er æðislegt! Svo gaman að fylgjast með því sem þú ert að gera! =)

    SvaraEyða
  2. þú ert best elv a<3<3<3

    SvaraEyða
  3. Magnað hvað borðfæturnir passa vel við stólfæturna! Útkoman er glæsileg! (og alveg í stil við bláa símastólinn!). Hvar léstu sprauta þetta? Er með borð sem ég þarf að láta sprauta fyrr eða síðar. Ég asnaðist til að kaupa eftirlíkta Eames stóla á Bland fyrir um ári síðan, - þeir eru fjarskafríðir og alveg þægilegir...en plastið í þeim er of hart og komnar sprungur í suma þeirra. Ówell, - one fine day eignast ég kannski alvöru stóla.

    SvaraEyða
  4. Ótrúlega flott hjá þér.
    Ég á einmitt eins borð og stóla.
    Hvar léstu sprauta þá?
    Með kveðju Inga.

    SvaraEyða