þriðjudagur, 14. október 2014

Kalkmálning... Það er nú meiri snilldin!

Ég missti úr viku. Ég þarfa að læra að skipuleggja tímann minn betur. Ég get skipulagt heilu fataherbergin, bílskúrana og forstofurnar. Ég get flokkað leikföng í flokka og undirflokka... og undir-undirflokka alveg þangað til að það er eiginlega ekki hægt að leika sér að dótinu lengur! En að skipuleggja tímann minn er eitthvað sem ég á eftir að læra. Kanski þarf ég bara að forgangsraða betur. Ég ætla nefnilega alltaf að þrífa smá fyrst, áður en ég geri hitt og þetta. Eða bara rétt aðeins að koma reglu á þennan skápinn eða hinn. Þetta verður oft til þess að dagurinn er búinn þegar ég loksins klára það sem ég ætlaði bara aðeins að gera fyrst en það er ekki endilega brýnast! ;)



Ég rakst á þetta skilti í blómabúð um daginn. Og ég staldraði við og hugsaði með mér: "Ætli börnin mín séu óhamingjusöm af því að ég skúra reglulega og baka sjaldan? Eða er þetta bara góð afsökun til að þrífa ekki?" Dæmi hver fyrir sig, ég keypti allavegana ekki skiltið en ætla að reyna að bæta mig... ;)



En að verkefni vikunnar. Síðasta vetur fjárfestum við betri helmingurinn í símabekk nr. 2. Við bara stóðumst hann ekki. Hann var hrikalega ljótur og illa lyktandi eins og hann var en við sáum bæði möguleikana. Gummi er nefnilega búinn að læra að ég hef alltaf rétt fyrir mér... Að minnsta kosti þegar kemur að svonalögðu ;)


Um daginn var svo komið að því að gera gripinn upp. Við vorum ótrúlega sammála um efnisval og ég fékk svo bara frjálsar hendur með skúffuna og fæturna. Fyrst langaði mig til að ná þessu háglans hvítu en af því að það var brotið upp úr skúffunni á einum stað og platan var töluvert hoggin vissi ég að það yrði þrautinni þyngra að ná fullkomnun í því. Ég ákvað því að nota kalkmálningu og reyna bara að ná þessu vintage-lúkki í staðinn. Ég var með stóran hnút í maganum þegar ég byrjaði því ég hef aldrei notað svona kalkmálningu áður. En þvílík snilld! Hún þornar á augabragði og svo bara held ég að það sé ekki hægt að klúðra þessu með sandpappírinn. Ég er allavegana í skýjunum með útkomuna! 
Ég keypti málninguna í Föndru á Dalvegi, þurfti tvær umferðir og engann grunn. Ég pússaði ekki einu sinni!




Svo var bara að fara með gripinn í bólstrun og haldið ykkur fast... Er ekki útkoman dásamleg?!


Það eina sem ég er ekki viss með er haldan sem ég valdi á skúffuna en það er nú lítið mál að breyta því. Hvað finnst ykkur? Ætti hún kanski að vera dekkri?



Þessi elska fékk svo stað í forstofunni og þvílíkur munur!


Þetta er ekki fyrsta og alveg örugglega ekki síðasta húsgagnið sem við látum bólstra fyrir okkur. Ég skal deila hinum með ykkur við tækifæri. Það eru ótal ástæður fyrir því að mér finnst gaman að gera upp gamla hluti. Fyrst og fremst heilla formin og lögunin mig. Í öðru lagi gerir það hlutinn einstakan og persónulegan að blanda svona gömlu við nýtt og leggja sem allra mest af vinnunni til sjálfur. Og í þriðja lagi leifi ég mér að segja að gömul húsgögn eru oftar en ekki vandaðri í grunninn en það sem framleitt er í dag.  
Æ lovitt mar!

12 ummæli:

  1. Mikið svakalega er bekkurinn fallegur núna! Til hamingju með hann. Kveðja, Þorbjörg (laumulesari)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk fyrir Þorbjörg... þú ert sko ekki eini laumulesarinn! Hér kommenta ótrúlega fáir miðað við umferð ;)

      Eyða
  2. Bekkurinn er æðislegur! Hvar léstu bólstra hann? Má líka forvitnast um verð? :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk fyrir það! Ég er í skýjunum með hann. Fór með hann til bólstrarans á Langholtsvegi. Hef skipt mikið við hann og er mjög ánægð með vinnubrögðin. Borgaði 85.000 fyrir efnið og bólstrunina. :)

      Eyða
  3. Þú ert nú meiri snillingurinn. Æðislega flott hjá þér og liturinn á bekknum meiriháttar.

    SvaraEyða
  4. Virkilega flott hjá þér. Fylgist með þér í hverri viku héðan frá Kaupmannahöfn :)

    SvaraEyða
  5. hæ fórstu bara 2 umferðir og pússaðir á eftir ekkert annað'''

    SvaraEyða
    Svör
    1. Jebb... Ekkert annað! Er að hugsa um að vaxbera þetta samt við tækifæri... :)

      Eyða
  6. Vá ég saup næstum því hveljur þegar ég sá útkomuna! Stunning! - Þetta lag á sófanumog þessi litur, ómæ! Held að kalkmálning sé ákkúrat liturinn - frekar en háglans, hún passar svo vel við gamaldagslúkk efnisins. En já jú ég er kannski pínu sammála þessu með hölduna, ekki að hún sé eitthvað slæm per se - meira svona sammála að þú átt kannski eftir að finna aðra sem passar enn betur. En að hafa hana bláa í stíl við efnið - svona upp á heildarlúkkið. Bólstra jafnvel höldu með sama efni og er á stólnum? Hugmynd.. eða í svipuðum lit og hnapparnir sem eru meðfram jöðrum stólsins... svona silfraða sýnist mér.. En já, með eða án þessarar höldu, - þa er þetta algjörlega geggjað hjá ykkur!!!

    SvaraEyða
    Svör
    1. Takk Ilmur mín! Ég ætla að finna mér höldu sem eru í sviðuðum lit og bólurnar á bekknum... Held að það sé málið! ;)

      Eyða