mánudagur, 19. janúar 2015

,,Myndlist" :)

Það er sko ekki fyrir hvern sem er að skreyta veggi heimilisins með ,,alvöru" lista- eða málverkum. Þau eru bara alveg rándýr! Meira að segja fjöldaframleiddar myndir úr IKEA eða ILVU geta kostað annan handlegginn.

Mig er lengi búið að vanta mynd eða myndir á vegginn fyrir ofan sjónvarpið. Mig vantar reyndar myndir á fleiri veggi en það er önnur saga. Ég var búin að prófa að gera þennan veggstubb doppóttann með vegglímmiðum sem ég reif jafnharðan af og sýndi ekki nokkrum manni! Svo var ég búin að láta mér detta í hug að setja bara upp hillur þarna, en ég á bara ekkert dót til að setja í fleiri hillur... Svo ég ákvað að prófa að gera bara mynd sjálf! ;)

Ég fór í Söstrene Grene og keypti mér striga og kreppappír. Svo náði ég í Mod Podge dolluna, acrylmálninguna góðu frá Mörthu Stuart sem má sjá í þessum pósti HÉR og virðist endast endalaust og svo að sjálfsögðu pensla. Þá var mér bara ekkert að vanbúnaði:



Ég byrjaði á að taka kreppappírinn og krumpa hann og krumpa og krumpa...


Svo límdi ég hann á strigann með Mod Podge...


Og festi brúnirnar aftan á ramman og klippti afganginn af.


Þá leit þetta svona út! Ég leyfði þessu ekki að þorna alveg áður en ég byrjaði að mála eingöngu vegna þess að ég hafði ekki þolinmæði í það :)


Til að fá málninguna til að renna betur þynnti ég hana út með slatta af vatni...


og þá leit hún svona út.


Ég byrjaði með gula litnum, bara strauk honum jafnt yfir með svamppensli.


Tók svo dökkgráan og gerði slíkt hið sama.


Ég ætlaði sko að gera par. En myndirnar urðu svona gjörólíkar þrátt fyrir að ég hafi notað sömu aðferð við þær báðar! Þarna liggur kanski munurinn á mér og myndlistafólki, það veit hvað það er að gera en ekki ég... :D 
Það var því ljóst að þær yrðu aldrei par.

Þegar dekkri myndin hafði þornað og var orðin vel ,,crunchy" tók ég gulan vaxlit, lagði hann flatan á myndina og strauk létt yfir hana alla. Þannig litaði ég bara krumpurnar gular og útkoman varð þessi:


Skemmtilegt, ekki satt?!

Svo var bara að þrusa þessu í ramma og hengja upp á vegg:


Ég meina, þetta er allt annað líf! Blindramman fékk ég líka í Söstrene sem og litlu myndirnar. Ramminn var reyndar silfurlitur en ég spreyjaði hann bara svartann, fannst það passa betur.




Hin myndin er ekki enn komin í ramma, en upp fór hún í dag engu að síður:



Ég er bara nokkuð sátt skal ég segja ykkur... Svona miðað við að þetta sé frumraun.
Þetta er að minnsta kosti ekki fjöldaframleitt! ;)










Engin ummæli:

Skrifa ummæli