mánudagur, 12. janúar 2015

Staaaakur?!

Það býr hjá mér lítill álfur sem stelur stundum einum sokk. Hann stelur aldrei pari.. bara einum sokk. Stundum skilar hann sokknum en þá er ég yfirleitt búin að henda eða týna hinum! Ég er lengi búin að leysa þennan vanda með því að vera með taupoka í þvottahúsinu sem ég hef hent stökum sokkum í og svo þegar það er kominn slatti í pokann þá fer ég í gegnum sokkana og athuga hvort þar leynist kanski par.  Þetta fyrirkomulag hefur ekki verið vandræðalaust því ég nenni eiginlega aldrei að fara í gegnum pokann og nú var hann orðinn stútfullur. Í dag gekk ég svo vasklega til verks, fór í gegnum pokann og sá að álfurinn hafði skilað hvorki meira né minna en 32 stökum sokkum. (Það skal tekið fram að ég hafði ekki farið í gegnum pokann í rúmt ár) Það var löngu búið að bæta fjölskyldumeðlimum skaðann með sokkakaupum svo nú eigum við bara alveg rosalega mikið af sokkum! Ég ákvað svo að ráða bót á þessu máli og úr varð verkefni vikunnar:


Þetta er allt sem þarf... Ég sé það reyndar núna að ég hef skellt þarna Mod Podge dollu í staðinn fyrir málninguna sem ég notaði :D En þið ímyndið ykkur bara að þarna standi dolla af dásamlega fallega myntugrænni kalkmálningu frá Mörthu vinkonu minni Stuart... já og pensill! (Hvað er að mér? Roðn)


Svo var bara að skrifa textann á plötuna með límmiðunum, en þá fékk ég í Pennanum. Þeir fást reyndar út um allt. Svo átti ég þennan límrenning sem mér fannst upplagt að bæta við þetta.


Þá var ekkert að gera nema mála bara yfir herlegheitin...


...leyfa málningunni að þorna og taka svo límmiðana af!


Klemmurnar átti ég nú bara á snúrunni. Ég ætlaði fyrst að líma þær svona á plötuna, en ég sá fyrir mér að það myndi halda illa þar sem ég geri ráð fyrir að þetta verði í mikilli notkun ;)


Svo ég endaði á að festa snæri á plötuna sem ég límdi kirfilega aftan á hana með sterku teipi.


Og nú hangir þessi dásemd upp á vegg í þvottahúsinu mínu, ready to use! Ég held að mamma verði stolt af stelpunni sinni núna... ;)

   ...Þar til í næstu viku    







3 ummæli: