miðvikudagur, 28. janúar 2015

Brasiddíbras... ;)

Ég las grein um daginn skrifaða af innanhússarkítekt sem mér er lífsins ómögulegt að muna hvað heitir! Hann var ekki íslenskur en margt af því sem stóð í greininni var alveg hreint eitursniðugt og alveg ókeypis! (Þetta hljómar pínulítið eins og erlendir innanhússarkítekrtar geti ekki verið sniðugir... En það var ekki það sem ég meinti :)
Eitt af því sem ég hjó sérstaklega eftir í greininni var að sé maður orðinn þreyttur á híbýlum sínum getur verið hressandi að bara raða skrautmunum upp á nýtt.

Ég er með hansahillur á þrem stöðum í húsinu. Eina einingu í eldhúsinu og tvær í stofunni. Ég bókstaflega elska þær! Mér finnst þær passa í hvaða rými sem er og möguleikar á uppröðun eru takmarkalausir. Ég ákvað að fara að ráðum þessa ágæta manns sem skrifaði greinina en að takmarka mig samt við hansahillurnar. Mér fannst eitthvað svo yfirþyrmandi að ætla að fara að endurraða öllum skrautmunum á heimlinu! Svo ég byrjaði á að tæma allar hillurnar á borðstofuborðið:


Þá komst ég að því að þó að mér finndust hillurnar hálftómar þá ég bara helling af dóti!

Eldhúsið eftir
Eldhúsið fyrir
Breytingin hér er kanski ekki mikil en samt finnst mér þetta mun hreinlegra. Þið ættuð að prófa að gera þetta, það er eins og sumir hlutir séu einfaldlega grónir á vissa staði!
Ég á mér nokkra uppáhaldshluti í þessari hillu:


Kimmi-dúkkurnar eru þar fremstar í flokki! Þær eru allar gjöf frá sömu vinkonu minni og hafa allar merkingu sem vísar í vinskap okkar... Fallegt!


Svo er það Tinni. Hann er líka gjöf og var keyptur á Tinna safninu í Brussel. Þangað þarf ég einhverntíman að komast! Það er alveg klárt mál. 


Og að lokum þessar dásamlegu uglu-bókastoðir sem ég keypti í Lauru Ashley...

Svo var það stofan, þar var líka eins og sumir hlutir væru óaðskiljanlegir:

Fyrir
Eftir


Þarna á ég mér líka uppáhaldshluti. Númer eitt eru það vasarnir sem eru á eftirfarandi myndum. Þeir funndust báðir í Góða með tveggja daga millibili. Litirnir og formin höfða svo ótrúlega til mín! Og svo eru það Shorebird fuglarnir frá Normann Copehagen. Ég var búin að gefa þeim auga í einhvern tíma en stóðst ekki mátið þegar ég komst að því að það er íslendingur sem hannar þá, Sigurjón Pálsson. Ég var svo heppin að fá mína áritaða...




Eftir
Fyrir

Þessi er nú hálftóm greyið. Og nú hef ég alveg óstjórnlega löngun til að spreyja skúffurnar í kommóðunni aftur hvítar! Hvað sagði ég? Ég vissi að þessi saga HÉR færi í hring einn góðan veðurdag.



Það voru svo tveir staðir í viðbót sem fengu andlitslyftingu:

Fyrir
Eftir


Fyrir
Eftir

Það sem ég hefði helst viljað gera var að mála með einhverjum fallegum litum á veggina inn í nokkrar af hillunum eins og ég gerði hér:


Myndirnar eru teknar úr 4. tbl Húsa og híbýla 2013
 En þar sem til standa breytingar á heimilinu sem munu kalla á að hillurnar verði færðar til, þá lagði ég það ekki á aumingja Gumma ;) Mér finnst þetta hins vegar koma ótrúlega vel út svona og á klárlega eftir að endurtaka þennan leik...


Engin ummæli:

Skrifa ummæli