fimmtudagur, 20. mars 2014

Hreindýr vikunnar ;)

Hver kannast ekki við það að standa á kassanum í föndurbúðinni með fiðrildi í maganum og hugsa: "Nennir þú að drífa þig að stimpla þetta inn kona! Ég þarf að komast heim að föndra!" Það var allavegana það sem ég hugsaði í fyrradag þegar ég fór að kaupa strigann sem ég notaði í þetta verkefni ;). Ég var svo oft búin að rekast á svipaðar hugmyndir á vafri mínu um netheima. Þá var búið að raða tölum í bókstafi og hengja á herbergishurðar og fleira í þeim dúr. bókstafahugmyndin heillaði mig ekki beint en hugmyndin um að nýta tölurnar fannst mér góð. Ég meina eiga ekki allar konur fulla kassa af allskyns tölum sem aldrei verða notaðar? Ekki?
Svo laust því niður: hreindýr! Þau eru í tísku er það ekki, ásamt allskyns öðrum dýrum, en ég sá fyrir mér að útlínur af hreindýri myndu njóta sín vel í svonalagað.

Ég æddi því í Liti og föndur til að kaupa striga. Á leiðinni var ég að hugsa hvernig ég ætti að mála strigann því mér fannst ómögulegt að hafa hann hvítan. Svo fór ég að hugsa að kanski yrði þetta of mikið tjúll með lituðum bakgrunni og marglitum tölum? Þá langaði mig allt í einu að strengja einhverskonar hör á blindramma og líma tölurnar á það. Grábrúnn er eitthvað svo neutral og gengur með öllum litum. Þegar ég fór svo að skoða málningarstrigana í búðinni sá ég að bakhliðin á þeim var bara akkúrat liturinn og áferðin sem ég hafði í huga! Stúlkan í búðinni horfði á mig í forundran þegar ég spurði hana hvort hún gæti ekki strengt strigann á röngunni fyrir mig á einn svona ramma og gat ekki stillt sig um að spyrja hvað ég ætlaði eiginlega að gera við þetta? :)

Svo var bara að græja útlínur af hreindýri. Þó að mér sé ýmislegt til lista lagt er ég ekki flink að teikna og skrifa alveg tímamóta illa! Svo ég fór á netið og fann þessa mynd af svona líka sætu jóla-hreindýri :) Útlínurnar voru tiltölulega einfaldar sem var það sem ég var að leita að. Mér fannst reyndar hornin ekki nógu stór en sá fyrir mér að það yrði nú auðvelt að bæta úr því. Ég klippti því myndina út, lagði hana á strigann og teiknaði laust með blýanti eftir útlínunum.
















Áður en ég byrjaði fannst mér gáfulegt að leggja svolítið grunninn að "listaverkinu" svo ég lagði tölurnar ofan á myndina þar til ég var orðin nokkuð sátt við uppröðunina. Hún breyttist nú reyndar lítillega þegar ég fór svo að líma tölurnar á strigann. Ég átti svo í fórum mínum útsaumsgarn sem ég hafði einhverntíman keypt og áður en ég festi tölurnar á þræddi ég þær alla með mismunandi litum til að þetta liti út fyrir að vera saumað á strigann.







Og sjáiði bara! Nú langar mig bara að gera fleiri og stærri! Ég held jafnvel að ég þurfi að hætta að vinna...


3 ummæli:

  1. Vá!!!! Þetta er geggjað :) ég á bara ekki fleiri lýsingarorð yfir því hvað ég er ánægð með þig...þú ert bara svo ógó klár!!

    SvaraEyða
  2. Vó! Frábær hugmynd hjá þér og flottir litir. Vel gert! Þú gætir selt þessi tölulistaverk í massavís! Fann link á bloggið þitt fyrr í kvöld og það er sko komið í uppáhalds hjá mér. Hlakka til að fylgjast með þér og hugmyndaauðginni:)
    Kveðja Heiða

    SvaraEyða