þriðjudagur, 8. apríl 2014

Fermingarpósturinn!

Verkefni síðustu viku var að sjálfsögðu ferming frumburðarins. Ég var búin að hugsa og hugsa.Vafra á netinu, skoða blöð og ég veit ekki hvað og hvað. Allsstaðar voru einhverjar stjarnfræðilegar skreytingar tengdar áhugamálum fermingarbarnanna á öllum borðum. Heilu trommusettunum stillt upp, fyrstu fótboltaskórnir og bolti í fullri stærð, golfsett og alls kyns dót og drasl. Jú Stóri er svo sannarlega fótboltaáhugamaður, en mér finnst það ekki lýsandi fyrir hann. Hann spilar Playstation og sefur með i-padinn undir koddanum en mér finnst það ekki vera borðskraut :) Ef ég bara hefði getað skreytt borðin með gáfum, fegurð og hjartahlýju hefði það lýst mínum dreng best.

Þetta byrjaði allt með myntugrænum muffinsformum og súkkulaði í stíl. Ég kolféll fyrir litnum. Ég átti samt ennþá eftir að finna eitthvað þema, eitthvað sem tengdis áhugasviði drengsins. Ég var lengi búin að leita að gamalli landabréfabók sem ég ætlaði að nota í eitthvað allt annað. Ég fann hana svo loksins á einum af nytjamörkuðum bæjarins, risastóran og fullan af fallegum landakortum. Þegar ég kom heim með hann og fór að blaða í gegnum hann sá ég að litirnir í landakortunum pössuðu svona ljómandi vel við myntugrænt. Þá mundi ég líka allt í einu að sonur minn þekkir nánast alla þjóðfána þessa heims og gæti bent blindandi á Timbuktu á landakorti... Ef þið mynduð segja mér að Timbuktu væri í Skagafirði myndi ég bara svara hissa: "Já er það virkilega?" ;) Þemað var ákveðið og upphófst mikið föndur hjá hrifnæmu húsfreyjunni í Fossvogi. Drengurinn hefur líka haft ómældan dýraáhuga frá því að hann var tæplega eins árs og ég slysaðist til að kaupa poka með villtum plastdýrum handa honum á einhverri bensínstöð. Hann lét ljónin aldrei urra eða éta hin dýrin, heldur raðaði hann dýrunum til að byrja með í stærðarröð og þegar hann stækkaði og þroskaðist var þeim raðað eftir tegundum. Það er honum að þakka að ef ég rækist á blaðglæmu eða förustaf myndi ég þekkja þær kynjaverur í sjón. Af þessum sökum eigum við fullan kassa af allskyns dýrum frá vörumerkinu Sleich. Þau eru handmáluð og dásamlega falleg. Mér fannst þau upplögð sem borðskraut. Litirnir í þeim tónuðu líka eitthvað svo vel við. Þetta mátti samt ekki verða eins og barnaafmæli með safari þema svo að ég lét eitt til tvö dýr nægja á hvert borð. Nashyrningar eru uppáhaldsdýrin hans en ég ákvað samt að leyfa fleirum að fljóta með.

Ef þið rýnið í myndina sjáið þið kanski hvað ég á við :)


Til að gera langa sögu stutta ætla ég að leyfa myndunum að tala sínu máli í þetta sinn...

Danskur gæða-atlas, 500 kr.
Uppspretta ótal hugmynda!
Það eru alveg ótrúlega fallegir litir
í svona gömlum landakortum.




Til að gera fánana í lengjunni á
myndinni hér til hliðar notaði
ég bútasaumsgræjurnar mínar.

Allir fánarnir nákvæmlega jafn
stórir og OCD-púkinn hoppandi
af kæti...















Fánalengjurnar nutu sín vel yfir
eyjunni í eldhúsinu.

Brjálað að gera :)
















Grunnbúnaður til að gera litla hnetti
sem ég notaði sem borðskraut.















Ég klippti nokkrar síður niður
 í passlega stóra búta og
límdi utaná frauðkúlur með
möttu Mod Podge.
Ég gat ekki setið á mér að
prófa að gera tvær til að
hengja í loftið líka.
















Martha nokkur Stewart er alveg
meðetta! Akrýlmálning og
SPRUNGULAKK (í miðjunni)
Tær snilld!
Byrjað á því að mála með litnum
Sem maður vill að komi í gegnum
sprungurnar, svo er lakkað yfir
með sprungulakkinu.

















Svo er málað yfir lakkið með
hinum litnum og þá verður þetta
svona líka fínt! 
Gjafaborðið.
















Þetta er mjög einfalt. Bara vefja
fallegum pappír í kramarhús
og líma saman í hring!
Einfaldara getur það ekki verið!
Þessa hugmynd fékk ég á netinu
þegar ég googlaði Map decorations
og ákvað að prófa. Svona
veggskraut býður upp á
endalausa möguleika!

















Upp úr veggskrautshugmyndinni
spratt svo þessi hugmynd af
veggfestum blómavösum :)
Ég gerði þrjá svona og hengdi upp
á vegg. Mikið óskaplega var þetta
fallegt! 
















Ég fann aldrei neinar servíettur
í litnum sem ég var að leita að.
Svo ég keypti bara hvítar...
Og bjó til litlar þverslaufur
úr þeim með skrautteipi.
Krúttlegt! :)
















Mig langaði til að hafa koparlita
blómavasa með þessu öllu
saman en fann enga á
sanngjörnu verði. Þá er nú gott að
ver liðtækur á spreybrúsanum!
Þessi er algjörlega uppáhalds.
Fann hann í Góða fyrir slikk...


















Hann varð algjörlega einstakur!
Svo koma hér nokkrar af
borðskreytingunum...































Við skiljum hvor aðra svo vel ég
og vinkona mín sem bjó til þetta
dásamlega döðlugott fyrir
veisluna og skar það niður með
reglustiku að vopni! :)
Ég keypti 70 hvíta túlípana sem
ég setti á víð og dreif um húsið.
Þetta þykja mér fallegustu blómin!


















Ein í viðbót af blómavösunum :)
Og að lokum fermingargjöfin.
Innihald kassans vakti mikla lukku!















Ég ætla ekki að þreyta ykkur á fleiri myndum. Þetta var dýrðardagur í alla staði og skemmtilegt verkefni!
Þangað til í næstu viku...
E.

2 ummæli: